Landskeppni Netöryggiskeppni Íslands 2024, Gagnaglímunnar, var haldin 25. maí 2024, frá 9:30 til 17:00, í Háskólanum í Reykjavík. Þeim sem höfðu náð lágmarksárangri (1000 stigum) í Hakkaraskólanum var boðið að taka þátt, auk allra þeirra sem höfðu áður unnið sér inn þátttökurétt í landskeppninn Gagnaglímunnar.

Samtals tóku 16 keppendur þátt landskeppninni, þrír í yngri flokki, 14-20 ára, og 13 í eldri flokki, 21-25 ára.

Veitt voru verðlaun fyrir efstu fimm sætin, óháð aldursflokki. Einnig voru veitt aukaverðlaun, en þau voru besti nýliðinn í yngri flokki, besti nýliðinn í eldri flokki og besta frammistaða í staðbundnum verkefnum. Anton Egilsson, forstjóri Syndis og Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo, sáu um afhendingu verðlauna.

Ítarlegri upplýsingar um frammistöðu keppenda má finna hér.