Gagnaglímufélag Íslands rekur Hakkaraskólann sem kennslu- og æfingarvettvang fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu hakkaraskref eða vilja læra meira. Æfingarvettvangurinn er opinn allt árið um kring og er öllum frjálst að nota hann.

Gjaldgengir þátttakendur sem ná 1.000 stigum í Hakkarskólanum, fá boð til þátttöku í Landskeppni Gagnaglímunnar, sem alla jafna er haldin í lok maí eða byrjun júní. Boðið gildir ekki aðeins fyrir árið sem markmiðinu er náð, heldur gildir fram að 26. aldursári.