Landskeppni Netöryggiskeppni Íslands 2023, Gagnaglímunnar, var haldin dagana 3. og 4. júní 2023, frá 9:00 til 17:00, í Háskólanum í Reykjavík. Mánaðarlöng forkeppni var haldin á Netinu frá 1. til 30. mars og í kjölfar hennar var 22 keppendum boðið að taka þátt landskeppninni.

Samtals tóku 20 keppendur þátt landskeppninni, fimm í yngri flokki, 14-20 ára, og 15 í eldri flokki, 21-25 ára.

Að þessu sinni voru verðlaun ekki veitt eftir aldursflokkum, heldur voru veitt verðlaun fyrir efstu fimm sætin, óháð aldursflokki. Einnig var bryddað upp á þeirri nýjung að veita aukaverðlaun, en þau voru besti nýliðinn í yngri flokki, besti nýliðinn í eldri flokki og besta frammistaða í staðbundnum verkefnum. Björn Orri Guðmundsson, forstöðumaður hugbúnaðarþróunar Syndis, sá um afhendingu verðlauna.

Ítarlegri upplýsingar um frammistöðu keppenda má finna hér.