Landskeppni Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglímunnar, var haldin 25. maí 2022, frá 8:30 til 16:30, á Grand Hótel Reykjavík, samliða UTmessunni. Tveggja vikna forkeppni var haldin á Netinu í mars og var 24 keppendum boðið að taka þátt landskeppninni.

Samtals tóku 18 keppendur þátt landskeppninni, í tveimur aldursflokkum, átta kepptu í yngri flokki, 14-20 ára, og 10 kepptu í eldir flokki, 21-25 ára.

Efstu þrír keppendur í hvorum flokki hlutu verðlaun og sá Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um afhendingu verðlauna.

Ítarlegri upplýsingar um frammistöðu keppenda má finna hér.