Um keppnina
Gagnaglíman, formlega nefnd Netöryggiskeppni Íslands, er árlegur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja áhuga ungmenna á tölvuöryggi auk þess að veita þeim þjálfun sem sýna því áhuga. Keppnin er undankeppni Evrópsku öryggiskeppninnar, European Cybersecurty Challenge (ECSC) ár hvert eru allt að 10 þáttakendur Gagnaglímunnar valdir til að taka þátt fyrir Íslands hönd í ECSC.
Gagnaglímufélag Íslands sér um framkvæmd keppninnar, sem byggir á formi Netöryggiskeppni Evrópu, ECSC.